Við hverju er PreCold® notað?

PreCold Ny Vinstri 450PreCold® er notað við kvefi. PreCold® er bæði hægt að nota fyrirbyggjandi til að draga úr líkum á kvefi og einnig til að stytta kveftímabilið ef það er notað frá þeim tíma sem kvefeinkenna verður fyrst vart.

Hvernig á að nota PreCold®?

Þegar PreCold® er notað, beinið úðastútnum að kokinu og úðið tvisvar.
  • Við kvefeinkennum: Notið PreCold® á 2-3 tíma fresti, allt að 6 sinnum á dag eða þar til einkennin hverfa. Hafið samband við lækni ef kvefeinkenni vara lengur en í 10 daga.
  • Fyrirbyggjandi við kvefi: Notið PreCold® 2-3 tíma fresti, allt að 6 sinnum á dag á meðan smithætta er til staðar.
  • Notið ekki PreCold® lengur en 30 daga í senn.

Hverjir geta notað PreCold®?

PreCold® hentar fullorðnum jafnt sem börnum frá 4ra ára aldri. Líffræðilegt samhæfismat hefur sýnt fram á að munnúðinn hentar öllum aldurshópum en 4ra ára aldursmark er valið út frá þroska og getu barna til að meðhöndla vöruna rétt. PreCold® hefur einungis staðbundin áhrif í hálsinum og verkunin stendur yfir í skamman tíma.

Hvernig virkar PreCold®?

PreCold® dregur úr líkum á kvefi og styttir tíma kvefeinkenna ef það er notað frá upphafi einkenna. PreCold® myndar verndandi filmu á slímhúðinni í kokinu. Filman sem inniheldur virk náttúruleg sjávarensím dregur úr getu veiranna til að bindast við slímhúðina í kokinu og fyrirbyggir þannig kvef.

Hvar get ég keypt PreCold®?

PreCold® fæst í öllum helstu apótekum.

Er PreCold® lyf?

Nei, PreCold® er CE-merkt lækningavara af flokki I og er skráð í samræmi við Tilskipun 93/42/EBE um lækningatæki.
PreCold® er ekki lyf heldur náttúruleg vara sem inniheldur sjávarensím sem unnin eru úr Norður-Atlantshafsþorski sem veiddur er við strendur Íslands.

Hvaða innihaldsefni eru í PreCold®?

Innihald: Glýseról, vatn, trypsín* úr þorski, etanól (<1%), kalsíumklóríð, trómetamól, og mentól.
PreCold® inniheldur hvorki rotvarnarefni né sykur.

*Trypsín eru próteinkljúfandi ensím sem framleidd eru af Zymetech ehf. á Íslandi úr Norður-Atlantshafsþorski sem veiddur er við strendur Íslands.