Hvað er kvef?

Kvef er einn algengasti smitsjúkdómurinn sem hrjáir okkur. Kvef orsakast af veirum sem oftast berast með úðasmiti á milli manna en geta einnig borist með snertismiti. Algeng einkenni eru m.a. særindi og kláði í hálsi, nefrennsli, stíflað nef og hnerri. Einnig getur fylgt hósti, slappleiki, höfuðverkur o.fl.

Einkenni koma oftast fram 1-3 dögum eftir smit og vara yfirleitt skemur en 10 daga. Fullorðnir fá kvef að meðaltali kvef 2-4 sinnum á ári en börn heldur oftar – jafnvel 5-10 sinnum á ári – en tíðnin lækkar með aldrinum þar sem við byggjum upp ónæmi smátt og smátt.

Þau lyf sem helst eru notuð gegn kvefi meðhöndla fyrst og fremst einkennin. PreCold® er hins vegar lækningatæki sem myndar verndandi filmu í hálsinum og kemur í veg fyrir að kvefveiran nái að taka sér bólfestu. Þannig getur PreCold® hamlað virkni kvefveirunnar og dregið úr möguleika hennar til að valda sýkingu. Því verða einkennin vægari og vara í styttri tíma. PreCold® ræðst gegn orsökum kvefsins en meðhöndlar ekki bara einkennin.