Íslenskt hugvit byggt á áralöngum rannsóknum

Að baki þróuninni á PreCold® munnúðanum liggja áralangar rannsóknir vísindamanna hjá Zymetech og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Zymetech var stofnað árið 1999 í þeim tilgangi að hagnýta rannsóknir á meltingarensímum úr þorski til lækninga. Þær rannsóknir hófust við Háskóla Íslands árið 1985, en meltingarensím úr spendýrum höfðu lengi verið notuð í lækningaskyni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna leiddu í ljós að þorskaensím hafa mun hærri og betri virkni en sambærileg ensím úr öðrum lífverum. Síðla árs 1999 setti Zymetech fyrstu vöruna sem byggði á þessum rannsóknum á markað, húðáburðinn Penzim, sem reynst hefur afar vel gegn ýmsum húðkvillum, svo sem vægu exemi, brunasárum og útbrotum. Síðan þá hefur Zymetech framkvæmt fjölda rannsókna, bæði klínískra og „in vitro“, á virkni þorskaensíma meðal annars gegn veiru- og bakteríusýkingum og í sáragræðingum. Út frá rannsóknum á veiruhemjandi virkni þorskensíma komu upp þær hugmyndir að ensímin gætu virkað gegn kvefveirunni og lagði það grunn að þróun á PreCold® munnúðanum, fyrstu lækningavörunni sem virkar gegn kvefi.

 

Um Zymetech

Íslenska líftæknifyrirtækið Zymetech er leiðandi í heiminum í notkun sjávarensíma sem meðferð við heilsutengdum vandamálum. Zymetech sérhæfir sig í rannsóknum og þróun á vörum sem innihalda Penzyme® (ensím úr Norður-Atlantshafs þorski). Grunn- og klínískar rannsóknir á vegum Zymetech hafa sýnt fram á virkni Penzyme® gegn ýmsum húðkvillum, við sáragræðslu og gegn bakteríu- og veirusýkingum (Guðmundsdóttir A., Hilmarsson H., Stefánsson B., 2013). Notkun Zymetech á þorskensímum í meðferðartilgangi er einkaleyfisvarin.

Zymetech ehf. er dótturfélag sænska líftæknifyrirtækisins Enzymatica A/B.

zymetech logo 500x200