precold virkni 350x313

Hvernig virkar PreCold®

PreCold® er úðað í kokið þar sem það myndar þunna filmu sem verndar slímhúð koksins gegn veirum úr loftinu. Filman inniheldur virk náttúruleg sjávarensím sem hamla getu veiranna til að bindast við slímhúðina í kokinu og filman dregur þannig úr möguleika veiranna á að valda veikindum. Þannig minnkar PreCold® líkurnar á að smitast af kvefi og styttir tíma veikindanna ef það er notað frá upphafi kvefeinkenna.

 

Upplýsingar um innihaldsefni

Innihald: Glýseról, vatn, trypsín* úr þorski, etanól (<1%), kalsíumklóríð, trómetamól, og mentól.
PreCold® inniheldur hvorki rotvarnarefni né sykur.

*Trypsín eru próteinkljúfandi ensím sem framleidd eru af Zymetech ehf. á Íslandi úr Norður-Atlantshafsþorski sem veiddur er við strendur Íslands.

 

Klínískar rannsóknir

study
Klínísk rannsókn* sem framkvæmd var á Skåne háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð leiddi í ljós að meðhöndlun með PreCold® blöndunni fækkaði kvefdögum að meðaltali úr 6,5 í 3 daga í samanburði við lyfleysu. Rannsóknin sýndi einnig að veirum í koki fækkaði um 99% í hópnum sem notaði PreCold® blönduna og að munnúðinn er öruggur til notkunar.

*Clarsund M, Fornbacke M, Uller L, Alhström Emanuelsson C, 2014, Common Cold prophylaxis using ColdZyme mouth spray. Congress of the Nordic Association of Otolaryngology.


Náttúruleg vara – engar þekktar aukaverkanir

PreCold® er náttúruleg CE-merkt vara sem er skráð á Íslandi sem lækningatæki í flokki I. PreCold® hefur verið selt undir vörumerkinu ColdZyme® í Svíþjóð síðan 2012 og er nú einnig komið á markað í Noregi, Danmörku, Finnlandi, á Spáni og Bretlandi. Engar aukaverkanir hafa verið tilkynntar á þessum tíma.